Erlent

Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugritinn mun hafa fundist í um 500 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sambandið við flugvélina rofnaði og á um 30 metra dýpi.
Flugritinn mun hafa fundist í um 500 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sambandið við flugvélina rofnaði og á um 30 metra dýpi. AP/Fauzy Chaniago

Kafarar hafa fundið annan flugrita Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði í hafið á fyrr í vikunni svo 189 manns létu lífið. Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. Leitin að honum stendur enn yfir. Fundurinn er mikilvægur rannsakendum svo hægt verði að komast að því af hverju flugvélin hrapaði.

Þarlend sjónvarpsstöð sýndi nótt myndskeið af tveimur köfurum koma upp á yfirborðið með appelsínugulan flugrita og koma honum um borð í slöngubát. Annar þeirra sagðist hafa þurft að grafa eftir tækinu eftir að búið var að leita flugritann uppi með sendingum frá honum. Þá segir hann mikinn straum á svæðinu hafa gert leitina erfiða.

Flugritinn mun hafa fundist í um 500 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sambandið við flugvélina rofnaði og á um 30 metra dýpi.

Flugvélin, sem var ný og af gerðinni Boeing 737 MAX8, hrapaði skömmu eftir flugtak á mánudaginn. Um versta flugslys Indónesíu í rúma tvo áratugi er að ræða. Bráðabirgðagögn benda til þess að hraði flugvélarinnar hafi verið óhefðbundinn og hæðin sömuleiðis.

Leitarmenn telja sig einnig hafa fundið skrokk flugvélarinnar. Það hefur þó ekki verið staðfest enn.

Rannsakendur segjast ætla að skoða gögn flugritans eins fljótt og auðið er.
 


Tengdar fréttir

Vélin sem hrapaði var glæný

Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.