Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 19:30 Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00