Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2018 21:00 Lilja Björnsdóttir sauðfjárbóndi með soninn Björn Gest Agnarsson í viðtali á Hvanná í Jökuldal síðastliðið sumar. Drengurinn var þá aðeins átta daga gamall. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07
"Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00