Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2017 15:07 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014. Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014.
Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56
Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18