Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2017 15:07 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014. Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014.
Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56
Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent