Enski boltinn

Scholes gagnrýndi hegðun Mourinho: Svona er þetta hvert sem hann fer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho.
Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho. Vísir/Getty

Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok.

Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus.

Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok.

„Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin.

Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.


Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.