Erlent

Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku.
Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. Vísir/AP
Forseti Bandaríkjanna hefur hótað því að beita hervaldi til að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku.

Farandfólkið er frá El Salvador, Honduras og Guatemala. Trump hefur hótað því að stöðva alla fjárhagsaðstoð til landanna þriggja vegna farandfólks sem hefur farið ólöglega inn í Bandaríkin.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir talsmönnum farandfólksins að það sé á flótta undan ofbeldi og fátækt.

Trump segist hafa hvatt yfirvöld í Mexíkó til að stöðva för fólksins yfir landamærin, ef ekki verður orðið við því muni hann kalla bandaríska herinn út til að loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó.

Bandarísk yfirvöld hafa veitt um 175 milljónum dollara, eða því sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna, til Honduras á árunum 2016 og 2017. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×