Grófu upp jarðsprengjur saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2018 07:00 Moon Jae-in forseti á hátíðaratburði suðurkóreska hersins. Vísir/epa Herir ríkjanna tveggja á Kóreuskaga unnu að því að grafa upp jarðsprengjur á hinu vígbúna landamærasvæði í gær. Þetta var gert í samræmi við sameiginlegar yfirlýsingar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, um að draga úr vígbúnaði á landamærasvæðinu sem og úr togstreitunni á milli ríkjanna.Suðurkóreska blaðið Korea Herald hafði eftir suðurkóreska hernum að unnið hafi verið að uppgreftri jarðsprengja við landamærabæinn Panmunjom, þar sem leiðtogarnir funduðu í vor, og á nærliggjandi hæð á landamærasvæðinu. Norðurkóreski herinn greindi ekki sérstaklega frá því í gær hvar vinna norðurkóresku hermannanna fór fram en samkvæmt varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu voru þeir norðurkóresku vissulega að grafa upp jarðsprengjur.„Stór hluti af okkar vinnu felst í því að komast að því hversu margar jarðsprengjur eru grafnar á landamærasvæðinu. Við teljum okkur vita að þær séu ekki svo margar,“ sagði heimildarmaður Korea Herald úr varnarmálaráðuneytinu.Gærdagurinn var hátíðisdagur suðurkóreska hersins og hélt Moon forseti ávarp af því tilefni. „Við höfum ráðist í metnaðarfullt verkefni í átt að friði og velsæld á Kóreuskaga. Stíginn sem við fetum nú hefur enginn farið áður svo það er erfitt að spá um hvaða erfiðleikar bíða okkar. Þess vegna eru sterkar varnir mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði forsetinn.Moon sagði jafnframt að bandalagið við Bandaríkin væri afar mikilvægt í þessari vegferð. „Bandalagið stuðlar að friði á Kóreuskaga. Herlið Bandaríkjanna í Kóreu mun halda áfram að gegna friðargæsluhlutverki sínu á skaganum og mun jafnframt stuðla að stöðugleika og friði í allri Norðaustur-Asíu.“Þá greindi Chosun Ilbo frá því í gær að það myndi kosta 4,3 billjónir króna að nútímavæða járnbrautakerfi Norður-Kóreu. Umfjöllunin byggði á gögnum frá Korea Rail Network Authority. Á fimmtudaginn fullgilti suðurkóreska ríkisstjórnin samkomulag á milli leiðtoga Kóreuríkjanna um að tengja járnbrautir Kóreuskaga og nútímavæða járnbrautakerfi norðursins. Þeirra mat á kostnaði var fjarri tölu Chosun Ilbo. Alls áformar ríkisstjórnin að reiða af hendi 30 milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira