Erlent

Vill lengri tryggingar og til­búinn til að hitta Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára.

Erlent

Milljón dalir eða meira fyrir náðun

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna.

Erlent

Um­kringdu Taí­van og æfðu lokanir hafna

Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan.

Erlent

„Mark­mið mitt var bara að ná byssunni af honum“

„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“

Erlent

Átti gott sam­tal við Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag.

Erlent

Mesti snjór í New York í fjögur ár

Íbúar í New York vöknuðu í gær við mesta snjó sem fallið hefur í borginni í fjögur ár, eftir að vetrarstormur reið yfir hluta af norðausturhluta Bandaríkjanna. Snjódýptin náði um 11 sentímetrum í Central Park, og setti snjókoman samgöngur, þar á meðal flugsamgöngur, í töluvert uppnám.

Erlent

Þrír létust í ó­veðrinu

Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða.

Erlent

Ræðir upp­færða friðar­á­ætlun við Trump í dag

Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina.

Erlent

Níu hand­teknir fyrir að safna pening fyrir Hamas

Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu.

Erlent

Brenndu rangt lík

Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna.

Erlent

Leita í rústum íbúðahúsa

Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt.

Erlent

Semja aftur um vopna­hlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.

Erlent

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári hans á heimili sínu þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi.

Erlent