Erlent

Nýjar á­kærur á hendur Rus­sell Brand

Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum.

Erlent

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Erlent

Undir­búningur á­rásarinnar stóð yfir í marga mánuði

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum.

Erlent

Málið sem Trump getur ekki losað sig við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn.

Erlent

Fóru um borð í vélvana rúss­neskt skip

Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu.

Erlent

Níu skotnir til bana á krá

Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott.

Erlent

Sex­tán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur

Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur.

Erlent

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Erlent

Vilja dauða­refsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráð­herra

Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare.

Erlent

Pútín sagður hafa valið Witkoff

Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann.

Erlent

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Erlent

Draga til­vist neðanjarðarhafs á Títan í efa

Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum.

Erlent