Erlent

Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit

Atli Ísleifsson skrifar
Pólverjinn Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs ESB.
Pólverjinn Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs ESB. Vísir/EPA

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, hyggst ræða möguleikann á að haldinn verði sérstakur leiðtogafundur  vegna Brexit þegar leiðtogaráðið kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni.

„Við munum ræða hvernig eigi að skipuleggja síðasta stig Brexit-viðræðnanna ásamt möguleikann á að halda aukaleiðtogafund í nóvember,“ segir Tusk í boðskorti sínu til leiðtoga ESB-ríkjanna vegna fundarins í Salzburg.

Málið verður til umræðu um hádegi á fimmtudag, þar sem leiðtogarnir munu samkvæmt dagskrá ræða mál sem tengjast útgöngu Bretlands úr ESB.

Tusk ítrekar einnig mikilvægi þess að finna farsæla lausn varðandi það hvernig skuli haga málum á landamærum Norður-Írlands og Írlands eftir útgöngu til að tryggja að ekki verði nein „hörð landamæri“, það er engar hindranir, í framtíðinni.

Bretland mun formlega ganga úr ESB þann 29. mars á næsta ári og er nú unnið hörðum höndum að því að semja um hvernig samningur ESB og Bretlands skuli háttað.


Tengdar fréttir

Khan kallar eftir kosningu um Brexit

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum, skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.