Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 15:19 Steve Bannon var umdeildur á tíma sínum í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.” Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. Greinin, sem er nafnlaus, er skrifuð af háttsettum starfsmanni forsetans. Í greininni sem birt var á miðvikudag lýsir starfsmaðurinn hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Þá segir hann einnig að hann vilji að ríkisstjórn Trump vegni vel og telji að sum stefnumál hennar hafi þegar gert Bandaríkin öruggari og aukið velmegun. Embættismennirnir sem um ræðir telji hins vegar frumskyldu sína vera við landið en forsetinn hafi haldið áfram að hegða sér á hátt sem skaði heilsu lýðveldisins. Í samtali við Reuters segir Bannon að greinin sé ekkert annað en skýr skilaboð um yfirvofandi valdarán og bein árás á stjórn landsins. „Þetta er valdarán, klárt mál,” segir Bannon. Þá segir hann þetta vera ein stærsta áskorun Bandaríkjaforseta frá borgarastyrjöldinni árið 1862 þegar hershöfðinginn George B. McClellan átti í deilum við þáverandi forseta landsins, Abraham Lincoln, og sagði hann vera óhæfan til þess að fara með stjórn landsins. Bannon var rekinn úr starfsliði forsetans í ágúst árið 2017 eftir að hafa lent í útistöðum við aðra ráðgjafa forsetans. Hann sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna tilrauna Repúblikanaflokksins til að gera Trump „hlutlausan”. „Það eru opinberir starfsmenn sem trúa því að Trump sé ekki hæfur til þess að gegna starfi forseta. Þetta er krísa.”
Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02