Erlent

Trump að drukkna á forsíðu Time

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrjár forsíður Time.
Þrjár forsíður Time.

Tímaritið Time hefur birt nýja umdeilda forsíðu sem er liður í seríu um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þar má sjá skrifstofu forsetans fulla af vatni vegna óveðurs sem er tákn þeirra fjölmörgu hneykslismála sem einkennt hafa forsetatíð Trump.

Fyrsta forsíðan af þremur, Nothing to See Here, var birt í febrúar. Höfundur forsíðunnar, Tim O'Brien, segist ekki hafa búist við því að ástandið í Hvíta húsinu gæti varið lengi. Það gengi bara ekki upp. Í apríl, þegar rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump til margra ára, teiknaði O'Brien forsíðuna Stormy.

Þar hafði óveðrið úr Nothing to See Here versnað til muna og skrifstofa forsetans að fyllast af vatni. O'Brien segist telja óveðurslíkinguna eiga vel við vegna þeirra sífelldu fregna af hneykslismálum úr Hvíta húsinu og lýsir hann þeim sem „endalausu flóði“.

Nú hefur O'Brien teiknað nýja forsíðu, In Deep, þar sem skrifstofa Trump er orðin full af vatni. Táknræn mynd þess að Trupm sé að drukkna í hneykslismálum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.