Innlent

Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl.
Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl.

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja tókst í kvöld að bjarga andarnefju sem hafði strandað í fjörunni í Engey fyrr í dag. Önnur andarnefja sem einnig hafði strandað í fjörunni drapst um klukkan 19.

Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður fréttastofu, náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot en Vísir sýndi beint frá björgunni fyrr í kvöld.

Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Björgunarmenn breiddu handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera og dældu vatni til að hella yfir þær á meðan beðið var eftir að flæddi að.

Sjá má upptökuna að neðan, en björgunarmenn náðu að koma hvalnum á flot þegar um einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.