Innlent

Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir/friðrik þór

Uppfært: Útsendingunni úr Engey er nú lokið. Önnur andarnefjan komst á flot um klukkan 20:15 í kvöld. Sjá mátti hana svamla um eftir að hún komst á flot, en ekki liggur fyrir hvort hún sé illa særð.

Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík fyrr í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og ferðaþjónustufyrirtækjanna Special Tours, Eldingu og Whale Safari hafa reynt að halda lífi í dýrunum, en önnur andarnefjan drapst nú skömmu eftir klukkan 19.

Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru stödd úti í Engey þarf sem fylgst er með björgunaraðgerðum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu úr eynni hér.

Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.