Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 15:21 Önnur andarnefjan föst í fjörunni í Engey. Sverrir Tryggvason Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira