Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 15:21 Önnur andarnefjan föst í fjörunni í Engey. Sverrir Tryggvason Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira