Erlent

Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Vísir/Getty

Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á hendur Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol.

Maduro hafði verið að flytja ræðu í höfuðborg Venesúela, Caracas, þegar sprengjum, sem fluttar voru með drónum, var flogið í átt að forsetanum. Sprengjurnar sprungu stutt frá forsetanum og öðrum ráðamönnum.

Hópur sem kallar sig „National Movement of Soldiers in T-Shirts“ hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

„Við erum með sex hryðjuverkamenn og launmorðingja í haldi,“ er haft eftir Reverol. „Á næstu klukkustundum gætu þær orðið fleiri.“

Samkvæmt Reverol hafa tveir hinna handteknu áður lent í átökum við stjórnvöld, en hann vildi ekki gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.