Erlent

Maduro slapp undan drónaárás

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Vísir/AP

Talsmaður venesúelskra yfirvalda segja að Nicolas Maduro forseti hafi sloppið ómeiddur þegar sprengjur, sem fluttar voru með dróna, sprungu þar sem hann var að flytja ræðu utandyra í höfuðborginni Caracas. Erlendir fjölmiðlar segja að sjónvarpsútsending þar sem verið var að sýna frá ræðu Maduro hafi skyndilega verið stöðvuð. Sást einnig til hermanna á flótta áður en úrsending var rofin..

Í frétt BBC kemur frað að embættismenn í Venesúela segir sprengjurnar hafa sprungið ekki langt frá forsetanum og fleiri ráðamönnum. Forsetinn hafi þó sloppið ómeiddur, en að sjö hermenn hafi særst. Talsmaður yfirvalda segir að um morðtilræði gegn forsetanum hafi verið að ræða.

Nokkrum sekúndum áður en sjónvarpsútsending rofnaði mátti sjá Maduro og fleiri ráðamenn horfa til himins og var þeim mjög brugðið.

Hátíðarhöldin í Caracas voru til að minnast 81 árs afmæli stofnunar þjóðvarðsliðs landsins.

Sjá má þegar útsendingin var rofin að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.