Erlent

Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro

Bergþór Másson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fyrir árásina.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fyrir árásina. Vísir/Getty

Áður óþekktur hópur sem kallar sig „National Movement of Soldiers in T-Shirts“ hefur lýst yfir ábyrgð á drónaárásinni á forseta Venesúela, Nicolas Maduro. 

Maduro slapp ómeiddur þegar sprengjur, sem fluttar voru með dróna, sprungu þar sem hann var að flytja ræðu utandyra í höfuðborginni Caracas. Yfirvöld Venesúela hafa lýst því yfir að um misheppnaða morðtilraun sé að ræða.

Sjá einnig: Maduro slapp undan drónaárás

Hópurinn var stofnaður árið 2014 með það að markmiði að sameina alla andstöðuhópa Venesúela og er skipaður af bæði hermönnum og óbreyttum borgurum.

Á samfélagsmiðlum segir hópurinn frá því að planið hafi verið að fljúga tvemur drónum með sprengiefnum í átt að forsetanum, en einn þeirra hafi verið skotinn niður með riffli.

Maduro sjálfur hefur ásakað forseta Kolumbíu Juan Manuel Santos um að bera ábyrgð á morðtilrauninni, án þess að útskýra það neitt frekar eða færa fram sönnunargögn fyrir því.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.