Erlent

Blæs lífi í Brexit

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra.
Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. Vísir/Getty

Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. Þá sagðist hann einnig ætla að reyna að tryggja Bretum sem besta samningsstöðu.

„Ég hlakka til þess að fara yfir öll smáatriðin með meiri orku og ákefð,“ sagði í stuttri tilkynningu frá Raab áður en hann gekk inn á fund með formanni samninganefndar ESB, Michel Barnier.

Enn á eftir að loka erfiðum köflum í viðræðunum, til að mynda um landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og um hvort Bretar fái enn aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu. Þeim köflum þarf að loka fyrir útgöngudaginn, 29. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Brexit-samtökin brutu kosningalög

Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.