Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rafn í leik gegn Fjölni á dögunum
Andri Rafn í leik gegn Fjölni á dögunum vísir/bára
Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina.

Sérfræðingar Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport fóru yfir framlag Andra Rafns í leiknum í þætti gærkvöldsins.

„Hann hefur verið stórkostlegur í síðustu þremur leikjum,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta og sérfræðingur Pepsimarkanna.

„Það er að mörgu leiti að þakka hlutverkaskipti á milli hans og Olivers [Sigurjónssonar]. Oliver er farinn að sitja meira og þá losnar um þennan hlaupagikk sem Andri Yeoman er og hann er að njóta sín svo sannarlega.“

„Þegar hann bætir skotum og árásargirni inni í teignum inni í leikinn hjá sér þá er þessi gæi með allan pakkann,“ sagði Freyr.

Tölfræði Andra Rafns gegn FHS2 Sport
Freyr tók saman myndskeið og fór vel yfir spretti Andra Rafns bæði í sóknarleiknum og vörninni.

„Það hlýtur að vera lykilatriði hjá þjálfara að hlutverkaskiptin séu á hreinu og þannig blómstri liðið,“ tók Reynir Leósson, annar sérfræðinga þáttarins, undir.

„Hjá Gústa [Ágústi Gylfasyni, þjálfara Breiðabliks] eru hlutverkaskiptin á hreinu og hvað gerist? Þeir blómstra og hann er að verða einn besti miðjumaðurinn í deildinni.“

Umfjöllun Pepsimarkanna má sjá í spilaranum með fréttinni.


Tengdar fréttir

Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar

Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×