Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem Blikar settu á FH-inga

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Breiðablik valtaði yfir FH, 4-1, í 13. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi og hélt sér þannig á lífi í toppbaráttunni. FH-ingar eru aftur á móti búnir að dragast verulega aftur úr.

Thomas Mikkelsen, nýi danski framherji Breiðabliks, kom liðinu yfir á 32. mínútu með skallamarki en Robbie Crawford jafnaði metin á 52. mínútu eftir góða sókn FH-inga.

Hafnafjarðarliðið var betri aðilinn í leiknum fyrstu 70 mínúturnar en það skipti ekki máli. Davíð Kristján Ólafsson kom Blikum aftur yfir á 76. mínútu og eftir fylgdu mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Arnóri Gauta Ragnarssyni.

Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum en farið verður yfir hann sem og alla leiki umferðarinnar í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld, beint á eftir leik Grindavíkur og Keflavíkur.


Tengdar fréttir

Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar

Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.