Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem Blikar settu á FH-inga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Breiðablik valtaði yfir FH, 4-1, í 13. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi og hélt sér þannig á lífi í toppbaráttunni. FH-ingar eru aftur á móti búnir að dragast verulega aftur úr.

Thomas Mikkelsen, nýi danski framherji Breiðabliks, kom liðinu yfir á 32. mínútu með skallamarki en Robbie Crawford jafnaði metin á 52. mínútu eftir góða sókn FH-inga.

Hafnafjarðarliðið var betri aðilinn í leiknum fyrstu 70 mínúturnar en það skipti ekki máli. Davíð Kristján Ólafsson kom Blikum aftur yfir á 76. mínútu og eftir fylgdu mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Arnóri Gauta Ragnarssyni.

Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum en farið verður yfir hann sem og alla leiki umferðarinnar í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld, beint á eftir leik Grindavíkur og Keflavíkur.


Tengdar fréttir

Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar

Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.