Trump segist hafa afstýrt tollastríði við Evrópusambandið Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 21:47 Frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa náð samkomulagi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem muni koma í veg fyrir tollastríð sem hefur verið í uppsiglingu. Trump og Juncker þinguðu í Hvíta húsinu í dag ásamt ráðgjöfum. Fundurinn gekk að allra sögn vel og sagði Trump að honum loknum að þetta hafi verið: „Stór dagur, mjög stór dagur fyrir frjáls og óhindruð viðskipti!“ Sagði Trump samkomulagið geta markað tímamót í sambandi Bandaríkjanna við ESB. Skipaður verði starfshópur sem muni róa að því öllum árum að fella niður tolla, niðurgreiðslur og aðrar viðskiptahindranir. Undantekningin er bílaiðnaðurinn. Trump virðist halda fast í áform sín um að innleiða háa tolla á innflutta bíla og mun Evrópusambandið án efa svara í sömu mynt ef af því verður. Juncker sagðist á blaðamannafundi vera bjartsýnn á að samningar næðust þrátt fyrir að viðræður um smáatriðin væru enn á byrjunarstigi. Viðskipti Tengdar fréttir Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Viðskiptamálastjóri ESB segir tollastríð ekki hafið Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. 2. júní 2018 08:00 Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa náð samkomulagi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem muni koma í veg fyrir tollastríð sem hefur verið í uppsiglingu. Trump og Juncker þinguðu í Hvíta húsinu í dag ásamt ráðgjöfum. Fundurinn gekk að allra sögn vel og sagði Trump að honum loknum að þetta hafi verið: „Stór dagur, mjög stór dagur fyrir frjáls og óhindruð viðskipti!“ Sagði Trump samkomulagið geta markað tímamót í sambandi Bandaríkjanna við ESB. Skipaður verði starfshópur sem muni róa að því öllum árum að fella niður tolla, niðurgreiðslur og aðrar viðskiptahindranir. Undantekningin er bílaiðnaðurinn. Trump virðist halda fast í áform sín um að innleiða háa tolla á innflutta bíla og mun Evrópusambandið án efa svara í sömu mynt ef af því verður. Juncker sagðist á blaðamannafundi vera bjartsýnn á að samningar næðust þrátt fyrir að viðræður um smáatriðin væru enn á byrjunarstigi.
Viðskipti Tengdar fréttir Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Viðskiptamálastjóri ESB segir tollastríð ekki hafið Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. 2. júní 2018 08:00 Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30
Viðskiptamálastjóri ESB segir tollastríð ekki hafið Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. 2. júní 2018 08:00
Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15