Erlent

Trump segist hafa afstýrt tollastríði við Evrópusambandið

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag.
Frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag. Vísir/Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa náð samkomulagi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem muni koma í veg fyrir tollastríð sem hefur verið í uppsiglingu.

Trump og Juncker þinguðu í Hvíta húsinu í dag ásamt ráðgjöfum. Fundurinn gekk að allra sögn vel og sagði Trump að honum loknum að þetta hafi verið: „Stór dagur, mjög stór dagur fyrir frjáls og óhindruð viðskipti!“

Sagði Trump samkomulagið geta markað tímamót í sambandi Bandaríkjanna við ESB. Skipaður verði starfshópur sem muni róa að því öllum árum að fella niður tolla, niðurgreiðslur og aðrar viðskiptahindranir.

Undantekningin er bílaiðnaðurinn. Trump virðist halda fast í áform sín um að innleiða háa tolla á innflutta bíla og mun Evrópusambandið án efa svara í sömu mynt ef af því verður.

Juncker sagðist á blaðamannafundi vera bjartsýnn á að samningar næðust þrátt fyrir að viðræður um smáatriðin væru enn á byrjunarstigi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.