Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 19:30 Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin. Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin.
Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20