Erlent

Viðskiptamálastjóri ESB segir tollastríð ekki hafið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, ?forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, ?forseti Bandaríkjanna.

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. Þetta sagði Cecilia Malmström, viðskiptamálastjóri Evrópusambandsins, í gær. Varaði hún forsetann við því að hinir nýju tollar gætu haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir ríki Evrópusambandsins og bandaríska neytendur.

Evrópusambandið hefur nú þegar birt tíu blaðsíðna lista af nýjum tollum á bandarískar vörur. Á þeim lista má meðal annars finna Harley-Davidson mótorhjól og bandarískt bourbon-viskí. Þá eru bæði Kanada og Mexíkó að undirbúa sams konar gagnaðgerðir.

Malmström tók þó fram að þrátt fyrir mótvægisaðgerðirnar væri Evrópusambandið ekki í tollastríði við Bandaríkin. „Þetta er erfitt ástand, það er það sem þetta er. Ástandið batnar eingöngu ef Bandaríkin draga til baka aðgerðir sínar gegn Evrópusambandinu,“ sagði viðskiptamálastjórinn.

Greint var frá þessum ál- og stáltollum fyrst í mars. Trump forseti heimilaði hins vegar undanþágur frá þeim á meðan stjórnvöld settust að samningaborði til að ræða málið. Á fimmtudaginn sagði Wilbur Ross, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna, svo frá því að viðræðurnar hefðu ekki gengið nógu vel til þess að hætt yrði við tollalagninguna. – þeaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.