Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:02 Er ekki kominn tími til að tengja? Vísir/Getty Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu. Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu.
Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21