Erlent

Makedóníu boðin innganga í NATO

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræða saman á NATO-fundinum í gær - kannski um Makedóníu.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræða saman á NATO-fundinum í gær - kannski um Makedóníu. Vísir/Getty

Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið.

Í síðasta mánuði undirrituðu Grikkland og Makedónía samkomulag um nýtt nafn á síðarnefnda ríkið. Áratugalöng deila hafði staðið um nafnið Makedónía enda teygði hin forna Makedónía sig inn fyrir landamæri Grikklands í dag. Grikkir höfðu neitað að viðurkenna nafn Makedóníu en samkvæmt samkomulaginu mun ríkið heita opinberlega Lýðveldið Norður-Makedónía.

Deilan stóð í vegi fyrir því að Makedóníumenn gætu sótt um aðild að NATO og ESB. Þar sem sátt liggur fyrir er sú hindrun úr sögunni í bili. Hún gæti birst á ný ef nýtt nafn verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóníumanna.


Tengdar fréttir

Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi

Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.