Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2018 13:19 Katrín er mætt í nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41