Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 07:10 Elon Musk lofaði í síðustu viku að hætta vera grimmur á samfélagsmiðlum. Vísir/getty Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02