Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Barack Obama í pontu í Jóhannesarborg í gær. Vísir/Getty Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00