Erlent

Trump segist hafa mismælt sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Trump las upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla nú fyrir skömmu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig í gær.
Trump las upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla nú fyrir skömmu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig í gær. Vísir/AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist nú trúa því að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016, með tölvuárásum og áróðri eins og leyniþjónustur Bandaríkjanna halda fram. Á blaðamannafundi Trump og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í gær sagðist Trump trúa orðum Pútín um að Rússar hefðu engin afskipti haft af umræddum kosningum.Hann sagðist ekki sjá neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa haft afskipti af kosningunum.Trump las upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla nú fyrir skömmu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig í gær. Hann hefði ætlað að segja að hann sæi ekki neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu „ekki“ að hafa haft afskipti af kosningunum.Vert er að taka fram að skömmu eftir blaðamannafundinn í gær var Trump í viðtali á Fox News þar sem hann sagði ekkert um að hann hefði mismælt sig.Í yfirlýsingu Trump sagði hann: „Ég trúi þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags okkar að afskipti Rússa hafi átt sér stað í kosningunum 2016. Gætu verið aðrir einnig. Það er mikið af fólki þarna úti.“Þá þvertók Trump enn og aftur fyrir að framboð hans hefði átt í nokkru samstarfi með Rússum.Ummæli Trump á blaðamannafundinum í gær hafa valdið miklum usla í Bandaríkjunum frá stjórnmálamönnum beggja flokka landsins, fjölmiðla, embættismanna og annarra.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.