Funda um innflytjendamálin í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 14:05 Angela Merkel fundar með Horst Seehofer og Angelu Nahle, leiðtoga Jafnaðarmanna, í kvöld. Vísir/EPA Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum. Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum.
Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37