Erlent

Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands.
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands. vísir/getty

Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. Þetta er niðurstaða hans eftir margra klukkutíma samningaviðræður við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en þau hefur greint á um hvernig taka ætti á innflytjendamálum í landinu.

Seehofer er formaður Kristilegra sósíalista í Bæjaralandi, CSU, sem er systurflokkur Kristilegra demókrata, CDU, sem Merkel leiðir.

Deilur þeirra Seehofer og Merkel um hvernig taka skuli á málefnum flóttamanna í Þýskalandi hafa ógnað ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna en á vef BBC er haft eftir Seehofer að þau hafi nú komist að samkomulagi um hvernig taka skuli á málum. Þá segir Merkel að góð málamiðlun hafi náðst.

„Eftir ítarlegar viðræður á milli CSU og CDU höfum við komist að samkomulagi um hvernig við getur komið í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komi yfir landamærin við Austurríki,“ sagði Seehofer við blaðamenn í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.