Erlent

Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps

Bergþór Másson skrifar
Mótmælendur í Washington í dag.
Mótmælendur í Washington í dag. Getty / Vísir
Tugir þúsunda hafa safnast saman í mótmælagöngum um öll Bandaríkin í dag. Mótmælendur krefjast þess að börn og foreldrar, sem voru aðskilin við landamæri Bandaríkjanna, skuli vera sameinuð á ný.

Um það bil sex hundruð göngur voru skipulagðar í Washington, New York og flestum stórborgum Bandaríkjanna. Í frétt BBC kemur fram að um tvö þúsund börnum er enn haldið aðskildum frá foreldrum sínum þrátt fyrir að Trump forseti hefur undirritað forsetatilskipun um að breyta stefnu stjórnvalda til að hægt verði að sameina fjölskyldur á ný.

 

Myllumerkið #fjölskyldureigaheimasaman (e. #familiesbelongtogether) hefur verið notað fyrir mótmælin.



Eins og Vísir greindi frá
 voru um það bil sex hundruð mótmælendur handteknir í Washington í gær í mótmælum sem sögð voru vera upphitun fyrir mótmæli dagsins í dag.

Sjá einnig: Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump

Mótmælendum var sömuleiðis tíðrætt um fyrirhugaða hæstaréttardómaraskipan Trumps í ræðuhöldum. Lesa má nánar um það hér.

Að neðan má sjá sviðshöfundinn Lin Manuel Miranda flytja vögguvísu fyrir börnin sem voru tekin frá foreldrum sínum.


Tengdar fréttir

Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump

Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×