WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:46 Tveir starfsmenn tóku við spurningum um 200 farþega. Skjáskot Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið. WOW Air Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið.
WOW Air Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira