Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 18:20 Kennedy með Ruth Bader Ginsburg, einum af frjálslyndari dómurunum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16