Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 13:16 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01
Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03
Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44