Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:16 Norður-Kórea getur enn pússlað saman kjarnorkuvopnum þó að tilraunasvæðið sé ekki virkt Vísir/Getty Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. Enn er verið að auka getu til auðgun úrans og framleiðslu plútóns, sem þýðir að getan til framleiðslu kjarnavopna er í það minnsta óskert og fer sennilega vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur sett algjöra kjarnorkuafvopnun sem skilyrði fyrir að aflétta viðskiptaþvingunum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók í sama streng á leiðtogafundinum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að Bandaríkin og Kim stjórnin skilgreina „algjöra kjarnorkuafvopnun“ með mismunandi hætti. Bandaríkjastjórn einblínir á vopnabúr Norður-Kóreu en þarlend stjórnvöld benda réttilega á að yfirgnæfandi meirihluti kjarnorkuvopna við Kóreuskaga eru bandarísk, meðal annars borin af kafbátum. Bandaríkjaher er einnig með umfangsmikla aðstöðu í Suður-Kóreu og Japan. Frá bæjardyrum Norður-Kóreu þarf að taka þetta allt með í reikninginn þegar talað er um algjöra kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Því var engu að síður tekið sem jákvæðu skrefi nú á dögunum þegar gervihnattamyndir sýndu að búið var að jafna við jörðu allar byggingar við einu kjarnorkutilraunastöð sem vitað er um í Norður-Kóreu. Svæðið virðist nú óvirkt. Það er hins vegar mikilvægt að gera greinarmun á eiginlegum kjarnorkutilraunum, þar sem raunveruleg kjarnorkusprengja er sprengd, og framleiðslu og þróun vopnanna. Þá er hægðarleikur að halda áfram að þróa og bæta þá tækni sem þarf til að framleiða kjarnavopn án þess að sprengja fleiri sprengjur. Sérfræðingar telja líklegt að vísindamenn í Norður-Kóreu séu búnir að læra mest allt sem hægt sé að læra af slíkum sprengingum hvort eð er og tilraunasvæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum eftir síðustu tilraunir. Nú sýna nýjustu gervihnattamyndir að enn er verið að stækka og betrumbæta kjarnorkuverið alræmda í Yongbyong. Það er uppspretta stórs hluta þeirra geislavirku efna sem notuð eru í vopnaframleiðslunni, þar á meðal plútóns. Sérfræðingar, sem greint hafa myndirnar, segja að búið sé að bæta við kælikerfi við kjarnakljúfinn sem framleiðir plútón. Þá hafa nokkrar nýjar byggingar risið á svæðinu. Fréttaskýrendur telja þó enga ástæðu til að tengja þessar framkvæmdir við nýjustu vendingar í friðarumleitunum. Kjarnorkuvísindamenn muni bara halda áfram að vinna sínu vinnu þar til þeir fái boð um annað að ofan. Ekkert slíkt boð sé hins vegar á leiðinni fyrr en einhver áþreifanlegur árangur náist í friðarviðræðum og því eðlilegt að kjarnorkuáætlunin haldi áfram um sinn. Það sýnir hins vegar einhug hinna fjársveltu stjórnvalda í Pyongyang að umfang áætlunarinnar er enn að aukast þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Tengdar fréttir Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. 23. júní 2018 20:15
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Norður Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31