Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 23:30 Herforingi hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/Getty Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga ríkisins hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra.Þetta hefur Reuters eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins sem fylgist grannt með gangi mála í Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundar Kim og Donald Trump í Singapúr 12. júní næstkomandi. Suður-kóreska fréttaveitan Yonhap greindi fyrst frá en embættismenn Bandaríkjanna telja að nokkurrar óánægju hafi gætt í norður-kóreska hernum vegna nýlegra viðræðna Kim Jong-un og embættismanna hans við yfirvöld í Suður-Kóreu, sem og áætlanir um leiðtogafund Kim og Trump. Meðal þeirra sem skipt var út voru varnarmálaráðherra Norður-Kóreu sem og æðsti herforingi norður-kóreska hersins en þeir sem tóku við embættunum eru allir sagðir vera yngri en forverar sínir í starfi. Sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að þetta bendi til þess að Kim Jong-un sé með þessu að enn frekar styrkja stöðu sína sem leiðtogi Norður-Kóreu og auka völd sín yfir hernum. Rúm vika er í að Kim og Trump hittist í Singapúr gangi allt eftir en vonir standa til þess að Kim samþykki að hætta við kjarnorkuvopnavæðingu ríkisins í skiptum fyrir að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga ríkisins hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra.Þetta hefur Reuters eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins sem fylgist grannt með gangi mála í Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundar Kim og Donald Trump í Singapúr 12. júní næstkomandi. Suður-kóreska fréttaveitan Yonhap greindi fyrst frá en embættismenn Bandaríkjanna telja að nokkurrar óánægju hafi gætt í norður-kóreska hernum vegna nýlegra viðræðna Kim Jong-un og embættismanna hans við yfirvöld í Suður-Kóreu, sem og áætlanir um leiðtogafund Kim og Trump. Meðal þeirra sem skipt var út voru varnarmálaráðherra Norður-Kóreu sem og æðsti herforingi norður-kóreska hersins en þeir sem tóku við embættunum eru allir sagðir vera yngri en forverar sínir í starfi. Sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að þetta bendi til þess að Kim Jong-un sé með þessu að enn frekar styrkja stöðu sína sem leiðtogi Norður-Kóreu og auka völd sín yfir hernum. Rúm vika er í að Kim og Trump hittist í Singapúr gangi allt eftir en vonir standa til þess að Kim samþykki að hætta við kjarnorkuvopnavæðingu ríkisins í skiptum fyrir að viðskiptaþvingunum verði aflétt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59
Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00