Erlent

Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim Yong-chol, sendifulltrúi Norður-Kóreu, með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dag.
Kim Yong-chol, sendifulltrúi Norður-Kóreu, með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA

Fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, er kominn aftur á dagskrá. Trump lýsti þessu yfir í dag eftir viðræður við háttsettan sendifulltrúa stjórnvalda í Pjongjang. Stutt er síðan Trump blés fundinn af með bréfi til Kim.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Trump að Norður-Kórea „vilji gera afkjarnorkuvæðingu“. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó ekki staðfest það. Yfirlýsingin kom eftir að Kim Yong-chol, sendifulltrúi Norður-Kóreu, afhenti Trump bréf frá Kim í Hvíta húsinu í dag.

Trump sagði bréfið „afar áhugavert“ og innihald þess gæti verið gert opinbert síðar. Þrátt fyrir að hafa lýst bréfinu með þessum hætti sagði Trump fréttamönnum svo að hann hefði enn ekki opnað það.  Þá sagði hann að mannréttindi hafi ekki verið rædd á fundi hans með Kim.

Upphaflega stóð til að Trump og Kim hittust í Singapúr 12. júní. Trump hætti hins vegar við fundinn með bréfi sem hann sendi Kim í síðustu viku. Vísaði Trump til reiði og fjandskapar norður-kóreskra ráðamanna í garð Bandaríkjanna dagana á undan.
Tengdar fréttir

Fundað og fundað um leiðtogafundinn

Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Trump hættur við að hitta Kim

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.