Erlent

Fundað og fundað um leiðtogafundinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Herforinginn hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Herforinginn hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/Getty

Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Umræðuefnið var leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim einræðisherra sem til stóð að fram færi í Singapúr 12. júní. Trump aflýsti hins vegar fundinum á dögunum og síðan þá hefur verið unnið hörðum höndum að því að ná sáttum svo fundurinn geti farið fram.

Trump á svo von á bréfi frá Kim um fundinn. Búist er við því að bréfið verði afhent í dag.

Sjá einnig: Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum

Fleiri fundir hafa farið fram. Choe Son-hui, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu, hefur átt í viðræðum við Bandaríkjamanninn Sung Kim í landamærabænum Panmunjom á Kóreuskaga undanfarna daga.

Þá hefur teymi Bandaríkjanna undir forystu Joe Hagin fundað með norðurkóresku teymi undir stjórn Kim Chang-son, starfsmannastjóra Kim-stjórnarinnar, um praktísk atriði er við koma fundinum.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði svo með Kim í gær en það var fyrsti fundur Kim með svo hátt settum rússneskum ráðamanni. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.