Erlent

Vopnahlé við talibana í Afganistan

Ashraf Ghani, forseti Afganistan.
Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/Getty
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, tilkynnti um að stjórnvöld þar hefðu náð samkomulagi við talibana um vopnahlé sem á að hefjast á þriðjudag og standa yfir í viku við lok ramadanföstunnar. Átök við aðra herskáa hópa eins og Ríki íslams hafa hins vegar áfram.

Ghani viðurkenndi talibana sem lögmæt stjórnmálasamtök í febrúar. Nú segist hann vona að vopnahléið verði þeim tækifæri til að líta inn á við og sjá að ofbeldisherferð þeirra fæli fólk frá frekar en að vinna þeim stuðning, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Fleiri en tíu þúsund Afganir féllu í átök stjórnvalda og talibana í fyrra. Ghani hefur meðal annars lagt til vopnahlé og fangaskipti til að lægja öldurnar. Hann hefur einnig sagt koma til greina að boða til nýrra kosninga með þátttöku talibana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×