Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 14:30 Mike Pompeo útlistaði áform Bandaríkjastórnar gegn Íran í ræðu sinni í dag Vísir/EPA Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda. Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda.
Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42