Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2018 17:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018 Donald Trump Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018
Donald Trump Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira