Erlent

Júlíu Skripal dreymir um Rússland

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eitað var fyrri Júlíu Skripal og föður hennar þann 4. mars síðastliðinn.
Eitað var fyrri Júlíu Skripal og föður hennar þann 4. mars síðastliðinn. Vísir/afp

Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna  að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni.

Viðtalið er það fyrsta sem hún veitir eftir að hafa verið útskrifuð af spítala vegna eitrunar sem hún varð fyrir ásamt föður sínum á heimili hans í Salisbury á Englandi þann 4. mars síðastliðinn. Feðginunum var ekki hugað líf en þau hafa nú bæði verið útskrifuð af sjúkrahúsi og eru þau á ótilgreindum stað og undir eftirliti lögreglu.

Bretar saka Rússa um að hafa staðið á bakvið árásina, en rússneska taugaeitrinu Novichok var úðað á hurðarhúninn á heimili Sergeis. Skömmu síðar fundust þau meðvitundarlaus á bekk í bænum.

Sjá einnig: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“

Rússar neita hinsvegar alfarið sök og Júlía fer ekkert út í þá sálma í viðtalinu, sem var tekið á rússnesku. Hún segist hafa fengið boð frá Rússum um aðstoð vegna málsins en segist ekki ætla að þiggja hana að svo stöddu.

Í viðtalinu segir Júlía að líf henni hafi í raun farið á hlið eftir árásina. Hún hafi fyrst heyrt af því í fréttum að eitað hafi verið fyrir sér og föður sínum.

Hún segir að meðferðin við eitruninni hafi verið sársaukafull og tekið verulega á sálarlíf hennar. Júlía segist engu að síður vera þakklát öllu heilbrigðisstarfsfólkinu sem komu henni og föður hennar til bjargar.

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa

Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.