Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 16:53 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28