Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 16:58 Donald Trump virðist hættur við að hætta við leiðtogafund sinn með Kim Jong-un. Vísir/AFP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera staðráðinn í því að láta verða af fundi milli hans og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Donald Trump sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann sagði að ekkert yrði af fundi milli leiðtoganna. Þetta kemur fram á BBC. Jong-un fundaði óvænt með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í gær þar sem leiðtogar ríkjanna tveggja ræddu meðal annars fyrirhugaðan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Voru leiðtogarnir sammála um að farsælast væri að láta verða af fundinum, sérstaklega í ljósi þess að Norður-Kórea hefði tekið skýra afstöðu með afkjarnorkuvæðingu Kóreu-skagans. Sagði Jae-in einnig að Jong-un yrði miður sín ef ekkert yrði af fundinum. Trump sagði í yfirlýsingu sinni að fjandsemi og reiði Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna væri helsta ástæða þess að hann ákvað að aflýsa leiðtogafundinum. Yfirlýsingin þótti mikil vonbrigði í ljósi þess að þetta væri í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna myndu funda og allt stefndi í sögulegan fund, en mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna. Nú virðist sem Bandaríkjaforseti sé farin að endurhugsa yfirlýsingu sína, en hann lýsti því yfir í gær að leiðtogafundurinn gæti orðið að veruleika eftir að leiðtoginn Jong-un lýsti yfir vonbrigðum með stöðu mála. Sagði Trump yfirlýsingu Jong-un hafa verið vinsamlega og fregnir herma að fulltrúar Bandaríkjanna hafi ferðast til ríkisins í dag fyrir áframhaldandi viðræður. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21 Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera staðráðinn í því að láta verða af fundi milli hans og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Donald Trump sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann sagði að ekkert yrði af fundi milli leiðtoganna. Þetta kemur fram á BBC. Jong-un fundaði óvænt með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í gær þar sem leiðtogar ríkjanna tveggja ræddu meðal annars fyrirhugaðan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Voru leiðtogarnir sammála um að farsælast væri að láta verða af fundinum, sérstaklega í ljósi þess að Norður-Kórea hefði tekið skýra afstöðu með afkjarnorkuvæðingu Kóreu-skagans. Sagði Jae-in einnig að Jong-un yrði miður sín ef ekkert yrði af fundinum. Trump sagði í yfirlýsingu sinni að fjandsemi og reiði Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna væri helsta ástæða þess að hann ákvað að aflýsa leiðtogafundinum. Yfirlýsingin þótti mikil vonbrigði í ljósi þess að þetta væri í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna myndu funda og allt stefndi í sögulegan fund, en mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna. Nú virðist sem Bandaríkjaforseti sé farin að endurhugsa yfirlýsingu sína, en hann lýsti því yfir í gær að leiðtogafundurinn gæti orðið að veruleika eftir að leiðtoginn Jong-un lýsti yfir vonbrigðum með stöðu mála. Sagði Trump yfirlýsingu Jong-un hafa verið vinsamlega og fregnir herma að fulltrúar Bandaríkjanna hafi ferðast til ríkisins í dag fyrir áframhaldandi viðræður.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21 Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21
Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55