Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 22:08 Kínverskri sprengjuflugvél flogið yfir Suður-Kínahaf. Vísir/AP Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins. Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins.
Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent