Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 11:52 Nemendur í herskóla í Japan. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Suður-Kínahaf Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Suður-Kínahaf Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira