Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 11:52 Nemendur í herskóla í Japan. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Suður-Kínahaf Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Suður-Kínahaf Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira