Íslenski boltinn

Fornspyrnan: Þegar Luton Town vígði gervigrasvöllinn í Laugardal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Pálsson þekkir knattspyrnusöguna vel.
Stefán Pálsson þekkir knattspyrnusöguna vel.
Í Fornspyrnu dagsins rifjar Stefán Pálsson upp er enska félagið Luton Town kom til Íslands og spilaði æfingaleik gegn Reykjavíkurúrvalinu.

Sá leikur fór fram í janúar árið 1985 en þá var nýbúið að leggja gervigras á völl í Laugardalnum.

Á þessum tíma var veður á Bretlandseyjum óvenju slæmt en óvænt blíða var á Íslandi. Já, í janúar. Halldór Einarsson, oftast nefndur Henson, náði þá að lokka Luton til landsins á þeim forsendum að veðrið væri svo gott á Íslandi.

Auðvitað skall á óveður á Íslandi um leið og liðið lenti. Leikurinn fór engu að síður fram.

Sögustundina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×