Enski boltinn

Salah leikmaður tímabilsins á Englandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bestur
Bestur Vísir/Getty
Egypski snillingurinn Mohamed Salah hefur verið útnefndur leikmaður ársins af EA Sports, aðalstyrktaraðila ensku úrvalsdeildarinnar.

Vandað er til verka hjá EA Sports en að valinu koma sérfræðingar, fyrirliðar ensku úrvalsdeildarliðanna auk þess sem hinn almenni stuðningsmaður fékk að taka þátt í valinu með netkosningu.

Salah hafði betur gegn Kevin De Bruyne, David De Gea, Harry Kane, Raheem Sterling og James Tarkowski. Egyptinn var sömuleiðis valinn bestur af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum.

Þessi 25 ára gamli sóknarmaður hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa áður reynt það en Salah átti misheppnaða dvöl hjá Chelsea áður en hann hélt til Roma, þaðan sem hann var svo keyptur til Liverpool síðastliðið sumar.

Salah hefur skorað 31 mark í ensku úrvalsdeildinni til þessa og getur enn bætt við mörkum þar sem Liverpool mætir Brighton á Anfield í lokaumferðinni í dag.






Tengdar fréttir

Blaðamenn völdu Salah bestan

Egyptinn Mohamed Salah heldur áfram að raða inn verðlaunum en hann var útnefndur leikmaður ársins af blaðamönnum á Englandi. Hann hafði þar betur gegn Belganum Kevin de Bruyne.

Salah valinn bestur

Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×