Enski boltinn

Blaðamenn völdu Salah bestan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah jafnaði á dögunum markametið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur tvo leiki til þess að bæta við og eigna sér metið.
Salah jafnaði á dögunum markametið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur tvo leiki til þess að bæta við og eigna sér metið. vísir/getty
Egyptinn Mohamed Salah heldur áfram að raða inn verðlaunum en hann var útnefndur leikmaður ársins af blaðamönnum á Englandi. Hann hafði þar betur gegn Belganum Kevin de Bruyne.

Það munaði ekki 20 atkvæðum á leikmönnunum tveimur í efstu sætunum en yfir 400 blaðamenn eru með í kjörinu. Harry Kane varð í þriðja sæti kjörsins.

Allar líkur eru á að Salah taki gullskóinn fyrir markahæsta mann tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hann er með 31 mark í 34 leikjum. Salah var einnig valinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum og er þetta í sjötta skiptið á sjö árum sem sami maðurinn fær titilinn í báðum kosningunum.

Þetta er í þriðja skipti sem leikmaður Liverpool fær þessi verðlaun, Steven Gerrard vann þau árið 2009 og Luis Suarez árið 2014.


Tengdar fréttir

Salah valinn bestur

Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.

Gerrard: Salah bestur á plánetunni

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, fer fögrum orðum um framherjan Mohamed Salah og segir hann besta leikmann plánetunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×